Mosfellsdalur

Prjónakvöld í Mosfellsdal.

Fimmtudagur 20. mars í Reykjadal kl. 19-21

Hvetjum öll kyn á öllum aldri að mæta og prjóna saman. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Eina sem þú þarft að koma með eru prjónar og garn.

Hlökkum til að sjá sem flest.

Stjórn Víghóls.


Aðalfundur Víghóls var haldinn fimmtudaginn 13. mars 2025 í Reykjadal.

Góðmennt var og mættu um 20 manns á fundinn. Fundarstjóri var Birta Jóhannesdóttir (Birta í Skuld) og ritari var Sigríður Rún (Sigga Rún (á Minna-Mosfelli)
Farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf.  Gísli Snorrason (Brekkukoti)  var endurkjörinn skoðunarmaður reikninga.  Sigga Rún og Elías Halldór Ágústsson (Víðihól)  voru kosin í ritnefnd Dalalæðunnar.
Halla Fróðadóttir (Dalsgarði / Karabíska hafinu) Sara Hafbergsdóttir (Lundi) og Sigríður Rún (Minna-Mosfelli) luku sinni stjórnarsetu og er þeim hjartanlega þakkað fyrir þeirra góða framlag.  Helena Jónsdóttir (Hveramýri), Ólafía Bjarnadóttir (Lækjarnesi) og Rakel Baldurs (Roðamóa) voru endurkjörnar og nyjir aðilar í stjórn eru Hólmfríður Ólafsdóttir ( Fríða á Hrísbrú) og Birta Jóhannesdóttir (Birta í Skuld).
Að loknum aðalfundarstörfum gæddu fundargestir sér á veitingum frá Jómfrúnni og skoluðu niður með búbblum og bjór og var stemmingin eftir því 😉
Fundargerð má nálgast á heimasíðu félagsins.

 

Aðalfundur Víghóls

Verður haldinn í Reykjadal fimmtudaginn 13. mars klukkan 20:00

Dagskrá: 
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 
  4. Lagabreytingar.
  5. Ákvörðun félagsgjalds.
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál. 

Skráning á aðalfund hér

 


Dalalæðan 2025

Dalalæðan er ársrit Dalbúa og kemur út í byrjun árs. Þar er stiklað á stóru um helstu viðburði, líf og störf Dalbúa. Fróðleikur, minningar, auglýsingar og margt skemmtilegt.

Dalalæðan hefur komið út í 38 ár og er því fyrir löngu orðinn fastur liður. Við þökkum þeim fjölmörgu sem hafa í gegnum tíðina styrkt þetta merka rit. Unnið er að því að færa inn allar Dalalæður hér á vefinn, og er nú hægt að lesa læður til ársins 2013.