Category: Félagið

  • Félagið


    Stjórn Víghóls kosin á aðalfundi 2025:

    Birta Jóhannesdóttir, Skuld

    Helena Jónsdóttir, Hveramýri

    Hólmfríður Ólafsdóttir, Hrísbrú

    Ólafía Bjarnadóttir, Lækjarnesi

    Rakel Baldursdóttir, Roðamóa


    Viltu styrkja félagið?

    Víghóll, samtök íbúa í Mosfellsdal

    Kennitala: 641198-2779

    Banki: 0315-66-101491

    vigholl@mosfellsdalur.is


  • Hafa samband

    Við viljum endilega fá ábendingar og eða hugmyndir að bættara samfélagi.

    Sendu okkur línu:

    vigholl@mosfellsdalur.is

  • Samþykktir


    1.gr.  

    Félagið heitir Víghóll.  

    2. gr.  

    Tilgangur félagsins er að standa vörð um sameiginleg hagsmunamál íbúa í Mosfellsdal.  

    3. gr. 

    Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að fylgjast með þeim málum er varða hagsmuni íbúa  Mosfellsdals, t.d. skipulagsmálum og fleira.  

    4. gr.  

    Félagsaðild. Allir sem hafa lögheimili í Mosfellsdal hafa heimild til þess að ganga í félagið. Aðrir sem  óska eftir aðild verða að fá samþykki stjórnar til inngöngu í félagið.  

    5. gr.  

    Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.  

    6. gr.  

    Aðalfund skal halda eigi síðar en 10. mars ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Erindi og tillögur til  lagabreytinga skulu berast stjórn með að minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Með aðalfundarboði skulu fylgja fyrirhugaðar lagabreytingar, ef einhverjar eru. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.

    Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 

    2. Skýrsla stjórnar lögð fram 

    3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 

    4. Lagabreytingar 

    5. Ákvörðun félagsgjalds 

    6. Kosning stjórnar 

    7. Önnur mál 

    7.gr. 

    Stjórn félagsins skal skipuð 3-5 félagsmönnum, formanni og 2 – 4 meðstjórnendum, kjörnum á  aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni  félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. 

    8.gr. 

    Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Félagsgjöld eru send á hvert heimili og teljast allir ábúendur 18 ára og eldri þá félagsmenn.

    9. gr.   

    Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til hagsmuna fyrir íbúa Mosfellsdals og fagnaði á vegum íbúa Mosfellsdals 

    10. gr.  

    Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir  þess til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.  


    Samþykkt á aðalfundi sem haldinn var í Reykjadal 13. mars 2025.

    Eldri samþykktir

    Lög Víghóls

    1.gr.  

    Félagið heitir Víghóll.  

    2. gr.  

    Tilgangur félagsins er að standa vörð um sameiginleg hagsmunamál íbúa í Mosfellsdal.   

    3. gr. 

    Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að fylgjast með þeim málum er varða hagsmuni íbúa Mosfellsdals, t.d. skipulagsmálum og fleira.  

    4. gr.  

    Félagsaðild. Allir sem hafa lögheimili í Mosfellsdal hafa heimild til þess að ganga í félagið. Aðrir sem óska eftir aðild verða að fá samþykki stjórnar til inngöngu í félagið.   

    5. gr.  

    Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.  

    6. gr.  

    Aðalfund skal halda eigi síðar en 10. mars ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar 7. Önnur mál 

    7.gr. 

    Stjórn félagsins skal skipuð 3-5 félagsmönnum, formanni og 2 – 4 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.  

    8.gr. 

    Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega.  

    9. gr.  

    Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til hagsmuna fyrir íbúa Mosfellsdals og fagnaði á vegum íbúa Mosfellsdals 

    10. gr.  

    Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.   

    Lög þessi voru samþykkt á félagsfundi 11.07.2016.