Viðburðir & fréttir


Dagsetningar á viðburðum framundan:

21. desember – Jólatré í Æsustaðafjalli

31. desember – Áramótavarðeldur í Balanum

15. janúar 2026 – Hannyrðakvöld

30. janúar 2026 – Þorrablót Dalbúa

12. febrúar 2026 – Hannyrðakvöld

Dagsetning kemur síðar – Aðalfundur Víghóls

12. mars 2026 – Hannyrðakvöld

16. apríl 2026 – Hannyrðakvöld

13. maí 2026 – Hannyrðakvöld

ath. dagsetningar eru birtar með fyrirvara og gætu breyst.


Skógræktin býður Dalbúum og þeirra föruneyti að koma í Æsustaðahlíð á sunnudaginn næsta, þann 21. desember frá kl 12:00 til kl 13.00 að sækja sér jólatré.

Boðið verður uppá rjúkandi heitt kakó og gómsætar smákökur!

Frábært tilboð fyrir okkur Dalbúa: 6.000 kr á tré óháð stærð.

Greiða þarf inn á reikning Víghóls með “jólatré” í skýringu fyrir laugardag: 0315-26-6411 kt. 641198-2779 og staðfestingu á vigholl@mosfellsdalur.is

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂


Það er komin föndurstund!

10. nóvember 2025

Eigum góða föndurstund saman í Reykjadal, fimmtudaginn 13. nóvember nk. kl. 19-21

Taktu prjónana eða annað handverk með.

Glögg, piparkökur og ljúfir tónar.

Öll velkomin.


Hannyrðakvöld í október

1. október 2025

Næsta hannyrðakvöld verður haldið fimmtudaginn 9. október kl 19-21. hjá Sillu á Vindhól. Nánar tiltekið í hesthúsinu (svo mögulega prjóna þeir líka) mætið klædd miðað við það….Hlökkum til að sjá ykkur

  • Prjónakvöld í Mosfellsdal.

    Fimmtudaginn 15. maí í Reykjadal kl. 19-21

    Síðasta prjónakvöldið í Reykjadal að sinni en hefjum aftur leikinn í september.

    Hvetjum Dalbúa aðð mæta, prjóna saman og eiga góða stund.

    Hlökkum til að sjá sem flest.

    Stjórn Víghóls.

    Prjónakvöld í Mosfellsdal.

    Fimmtudagur 10. apríl í Reykjadal kl. 19-21

    Hvetjum Dalbúa að mæta og prjóna saman. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Eina sem þú þarft að koma með eru prjónar og garn.

    Hlökkum til að sjá sem flest.

    Stjórn Víghóls.

    Prjónakvöld í Mosfellsdal.

    Fimmtudagur 20. mars í Reykjadal kl. 19-21

    Hvetjum öll kyn á öllum aldri að mæta og prjóna saman. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Eina sem þú þarft að koma með eru prjónar og garn.

    Hlökkum til að sjá sem flest.

    Stjórn Víghóls.

    Aðalfundur Víghóls var haldinn fimmtudaginn 13. mars 2025 í Reykjadal.

    Góðmennt var og mættu um 20 manns á fundinn. Fundarstjóri var Birta Jóhannesdóttir (Birta í Skuld) og ritari var Sigríður Rún (Sigga Rún (á Minna-Mosfelli)
    Farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf.  Gísli Snorrason (Brekkukoti)  var endurkjörinn skoðunarmaður reikninga.  Sigga Rún og Elías Halldór Ágústsson (Víðihól)  voru kosin í ritnefnd Dalalæðunnar.
    Halla Fróðadóttir (Dalsgarði / Karabíska hafinu) Sara Hafbergsdóttir (Lundi) og Sigríður Rún (Minna-Mosfelli) luku sinni stjórnarsetu og er þeim hjartanlega þakkað fyrir þeirra góða framlag.  Helena Jónsdóttir (Hveramýri), Ólafía Bjarnadóttir (Lækjarnesi) og Rakel Baldurs (Roðamóa) voru endurkjörnar og nyjir aðilar í stjórn eru Hólmfríður Ólafsdóttir ( Fríða á Hrísbrú) og Birta Jóhannesdóttir (Birta í Skuld).
    Að loknum aðalfundarstörfum gæddu fundargestir sér á veitingum frá Jómfrúnni og skoluðu niður með búbblum og bjór og var stemmingin eftir því 😉
    Fundargerð má nálgast á heimasíðu félagsins.


    Aðalfundur Víghóls 2025

    Verður haldinn í Reykjadal fimmtudaginn 13. mars klukkan 20:00

    Dagskrá:

    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
    3. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 
    4. Lagabreytingar.
    5. Ákvörðun félagsgjalds.
    6. Kosning stjórnar
    7. Önnur mál. 

    Dalalæðan 2025

    Dalalæðan er ársrit Dalbúa og kemur út í byrjun árs. Þar er stiklað á stóru um helstu viðburði, líf og störf Dalbúa. Fróðleikur, minningar, auglýsingar og margt skemmtilegt.

    Dalalæðan hefur komið út í 38 ár og er því fyrir löngu orðinn fastur liður. Við þökkum þeim fjölmörgu sem hafa í gegnum tíðina styrkt þetta merka rit. Unnið er að því að færa inn allar Dalalæður hér á vefinn, og er nú hægt að lesa læður til ársins 2013. 


  • Stjórn Víghóls kosin á aðalfundi 2025:

    Birta Jóhannesdóttir, Skuld – meðstjórnandi

    Helena Jónsdóttir, Hveramýri – meðstjórnandi

    Hólmfríður Ólafsdóttir, Hrísbrú – ritari

    Ólafía Bjarnadóttir, Lækjarnesi – gjaldkeri

    Rakel Baldursdóttir, Roðamóa – formaður


    Viltu styrkja félagið?

    Víghóll, samtök íbúa í Mosfellsdal

    Kennitala: 641198-2779

    Banki: 0315-66-101491

    vigholl@mosfellsdalur.is


  • Við viljum endilega fá ábendingar og eða hugmyndir að bættara samfélagi.

    Sendu okkur línu:

    vigholl@mosfellsdalur.is


  • 1.gr.  

    Félagið heitir Víghóll.  

    2. gr.  

    Tilgangur félagsins er að standa vörð um sameiginleg hagsmunamál íbúa í Mosfellsdal.  

    3. gr. 

    Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að fylgjast með þeim málum er varða hagsmuni íbúa  Mosfellsdals, t.d. skipulagsmálum og fleira.  

    4. gr.  

    Félagsaðild. Allir sem hafa lögheimili í Mosfellsdal hafa heimild til þess að ganga í félagið. Aðrir sem  óska eftir aðild verða að fá samþykki stjórnar til inngöngu í félagið.  

    5. gr.  

    Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.  

    6. gr.  

    Aðalfund skal halda eigi síðar en 10. mars ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Erindi og tillögur til  lagabreytinga skulu berast stjórn með að minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Með aðalfundarboði skulu fylgja fyrirhugaðar lagabreytingar, ef einhverjar eru. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.

    Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 

    2. Skýrsla stjórnar lögð fram 

    3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 

    4. Lagabreytingar 

    5. Ákvörðun félagsgjalds 

    6. Kosning stjórnar 

    7. Önnur mál 

    7.gr. 

    Stjórn félagsins skal skipuð 3-5 félagsmönnum, formanni og 2 – 4 meðstjórnendum, kjörnum á  aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni  félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. 

    8.gr. 

    Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Félagsgjöld eru send á hvert heimili og teljast allir ábúendur 18 ára og eldri þá félagsmenn.

    9. gr.   

    Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til hagsmuna fyrir íbúa Mosfellsdals og fagnaði á vegum íbúa Mosfellsdals 

    10. gr.  

    Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir  þess til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.  


    Samþykkt á aðalfundi sem haldinn var í Reykjadal 13. mars 2025.

    Eldri samþykktir

    Lög Víghóls

    1.gr.  

    Félagið heitir Víghóll.  

    2. gr.  

    Tilgangur félagsins er að standa vörð um sameiginleg hagsmunamál íbúa í Mosfellsdal.   

    3. gr. 

    Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að fylgjast með þeim málum er varða hagsmuni íbúa Mosfellsdals, t.d. skipulagsmálum og fleira.  

    4. gr.  

    Félagsaðild. Allir sem hafa lögheimili í Mosfellsdal hafa heimild til þess að ganga í félagið. Aðrir sem óska eftir aðild verða að fá samþykki stjórnar til inngöngu í félagið.   

    5. gr.  

    Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.  

    6. gr.  

    Aðalfund skal halda eigi síðar en 10. mars ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar 7. Önnur mál 

    7.gr. 

    Stjórn félagsins skal skipuð 3-5 félagsmönnum, formanni og 2 – 4 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.  

    8.gr. 

    Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega.  

    9. gr.  

    Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til hagsmuna fyrir íbúa Mosfellsdals og fagnaði á vegum íbúa Mosfellsdals 

    10. gr.  

    Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.   

    Lög þessi voru samþykkt á félagsfundi 11.07.2016.