Fundargerðir 2025
Stjórnarfundur 3. mars 2025
Fundur stjórnar
3. mars 2025 - Internetið
Mætt: Rakel, Helena, Sara, Sigga, Olla
Rætt hverjir ætla að hætta og halda áfram. Rakel, Olla og Helena halda áfram. Sara og Sigga ætla að hætta. Helena ræðir við vænlega félaga
Rætt verður á aðalfundi að breyta lögum félagsins
1. að stjórnarmenn sitji í tvö ár en ekki eitt
2. að það þurfi að tilkynna breytingu á lögum með fyrirvara fyrir aðalfund.
Hugmyndir að umræðum í “önnur mál” á aðalfundi:
1. að hækka greiðsluna til Reykjadals úr 100 í 150þ á ári.
2. að kaupa fánastöng í Balann
3. að SiggaRún útbúi hugmyndir að lógói fyrir Víghól
Hugmynd að fundarstjóra: Birta Jóhannesdóttir
Formaður þarf að setja saman skýrslu stjórnar, einnig spurning hvernig Halla mun sækja fundinn. Helena tékkar á Höllu
Sigga mun halda áfram sem ritstjóri Dalalæðunnar þrátt fyrir flutning.
Sigga setur inn tilkynningu um aðalfund inn á facebook viku fyrir fund.
Fundi slitið.
Stjórnarfundur 14. janúar 2025
Fundur stjórnar
14. janúar 2025 – Verkstæðið, Mosfellsbæ
Mætt: Halla (zoom), Sigga, Rakel, Helena og Olla
Engar frekari upplýsingar hafa borist frá Vegagerðinni varðandi hraðamyndavélar. Ákveðið var að Halla sendi fyrirspurn um hvort það sé teljari á hraðamælinum við Hraðastaðaafleggjarann og hvort hægt sé að setja upp skilti beggja vegna í dalnum sem vara við varhugaverðum gatnamótum.
Einnig var rætt að þarft sé að fylgja eftir að framkvæmdir við Þingvallaveg verði einhvern tímann að veruleika.
Soroptimistafélagið sendi póst og bað um samstarf með dalbúum varðandi Balann og var það auðvitað auðsótt. Þær vilja setja upp skilti við blettinn sem lýsir hvernig hann varð til en þær hafa verið ötular að gróðursetja tré þar undanfarin ár og vilja þannig afhenda formlega dalbúum reitinn, nema þriðja mánudaginn í júní.
Helena ætlar að athuga með bekki hjá Nonna í Mosskógum fyrir Balann.
Samþykkt var að halda aðalfund 13. Mars 2025.
Enn hefur ekki verið gengið frá eftir áramótabrennuna og mun Víghóll ganga í málið.
Rætt var að Víghóll mætti alveg við nýju lógói sem nýtist bæði á vefmiðlum og í prenti. Ákveðið var að Sigga myndi koma með nokkrar tillögur og að rætt yrði um málið á aðalfundi.
Rakel ætlar að ýta á eftir svörum frá heilbrigðiseftirlitinu varðandi opna skolplögn við Tjaldanes.
Rætt var hvort Víghóll eigi að halda áfram að selja jólatré fyrir skógræktina í desember. Ákveðið var að fresta ákvörðun fram á haust.
Rakel stakk upp á óvissuferð fyrir dalbúa í vor þar sem enda yrði í Balanum. Vel var tekið í hugmyndina.
Að lokum var rætt að kaupa fánastöng fyrir Balann og verður hugmyndin borin upp á aðalfundi.
Fundi slitið.
Fundargerðir 2024
Stjórnarfundur 25. september 2024
Fundur stjórnar
25. September 2024 kl. 20 – Dalsgarður og messenger.
Mætt: Sigga, Sara, Rakel, Helena og Halla.
Olla er tekin við gjaldkera stöðu Víghóls
Minna Ollu á að félagsgjöldin voru hækkuð á síðasta aðalfundi upp í 5000kr.
Þjóðskrá veitir ekki lengur aðgang að heimilisföngum landsmanna. Olla biður um aðstoð við að finna út hverjir búa í dalnum.
Halla fékk svar frá vegagerðinni (Pétri). Víghóll (Halla) semur ályktun um vegamálin á Þingvallavegi.
“Heilbrigðiseftirlit Dalbúa”, vegna skólps sem lekur yfir reiðveginn aftan við Tjaldanes.
Sara ætlar að gramsa í gömlum gögnum um mengun á Tjaldanesi.
Setja tilkynningu á facebook grúppuna að Hraðastaðir séu ekki með snjómoksturinn í vetur. – Helena
Síðasta jólaball sem var haldið í dalnum var um 2018, rætt að endurvekja það. Hugsanlega í Nóvember eða byrjun Desember.
Stefnt í Æsustaðafjall í desember, reyna að hafa nokkra daga til vara ef veðrið er slæmt.
Dalalæðan, stefnt að útgáfu í Janúar.
Sækja bekkina til Nonna og færa þá í Balann. Skoða að setja hestastaur upp næsta vor. Halla skoðar málið, mögulega verður Hákon settur í þetta. Vantar útigrill, reyna að finna einhvern til að vinna í því. Athuga Lexa og Emil. Athuga hvort Olla geti rætt við drengina.
Stefnufundur fyrir 2025
Ákveðið að hafa hann í Nóvember.
Næsti fundur verður 28 október.
Fundi slitið kl. 21.00
Stjórnarfundur 11. september 2024
Fundur stjórnar
- september 2024 kl. 20 – Roðamói og messenger.
Mætt: Sigga, Sara, Rakel og Helena. Olla gjaldkeri mætti á fundinn til að fá undirskriftir.
Áhyggjufullir íbúar nálguðust Víghól vegna skólps sem rennur yfir reiðstíginn á bak við Tjaldanes. Samþykkt var að senda erindi á heilbrigðiseftirlitið og Mosfellsbæ vegna þessa.
Rætt var um umgengni uppi á Ásum, sem er ábótavant. Samþykkt að senda erindi á Mosfellsbæ – Sara
Athuga fyrir næsta fund að spyrja Höllu um stöðu á bréfunum sem voru send lögreglunni og Vegagerðinni, varðandi hraðamyndavélar
Skrifa pistil á facebook varðandi Balann – Sigga
Fundi slitið kl. 20.40
Stjórnarfundur 5. júní 2024
Stjórnarfundur 5. júní 2024
Fundur stjórnar
5. Júní 2024 – Dalsgarði 1.
Mætt: Halla, Sigga, Sara, Rakel og Helena. Gísli Snorrason mætti í upphafi fundar sem umsjónarmaður nýja Dalareitsins.
Umsjónarmaðurinn hefur kíkt á svæðið og líst vel á en þykir það mögulega þýft. Sigga segir það einnig stundum blautt. Rætt að fá bekki og borð á svæðið hjá Áhaldahúsinu, einnig sorptunnu sem er dýraheld. Gísli athugar.
Skoða hvort Snorri Gísla sé til í að útvega hleðslu fyrir grill. Gísli ætlar í málið.
Spurning hvort einhver sé aflögufær með hellur undir grillið.
Athuga hvort að einhverjir dalbúar eigi til símastaura til að útbúa hestaaðstöðu.
Pylsupartí fyrirhugað með stuttum fyrirvara í lok júní eða byrjun júlí – fer eftir veðri. Athuga með að útbúa facebook event og passa að eldri kynslóðin fái fregnir af viðburðinum!
Rætt að hafa samband við Áhaldahúsið varðandi að hreinsa brennusvæðið eftir áramótin (og reyna að gera það að hefð). Tengill þar er Bjarni Ásgeirsson.
Ólafía Bjarnadóttir tekur við gjaldkerastöðu en situr ekki í stjórn að öðru leiti. Samþykkt á fundi.
Víghól vantar uppfærðan íbúalista.
Rætt var að breyta þarf lögum félagsins vegna félagsgjalda og atkvæðaréttar. Það verður rætt nánar síðar og tekið fyrir á aðalfundi.
Mikil óánægja var meðal dalbúa með vegamálunina sem sett var á Þingvallaveginn fyrir sumarið. Hvergi var bætt í vegamerkinguna “70” og línan í gegnum dalinn er strax farin að láta á sjá. Stjórnarmeðlimir ætla í málið …
Mosfellsbær tók fyrir málin sem Víghóll sendi inn eftir síðasta fund, varðandi göngustíga og brýr, og var málunum frestað vegna tímaskorts.
Rætt var að senda á umhverfisstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að dalbúar séu afar ánægðir með snjómoksturinn í dalnum sem er á vegum Tjaldhóls. Rakel og Helena taka að sér.
Fundi slitið.
Stjórnarfundur 15. maí 2024
Fundur stjórnar
14. maí 2024 – Dalsgarði 1.
Mættar: Halla, Sigga, Sara, Rakel og Helena.
Rætt um að framkvæma gjörning til að knýja fram viðbrögð hjá Vegagerðinni varðandi framkvæmdir á Þingvallavegi. Frumdrög eiga að vera tilbúin og forhönnun lokið en ekkert gerist og framkvæmdum er ítrekað ýtt aftur. Víghóll vill fá fund með Vegagerðinni til að ræða þessi mál. Rakel tekur saman tímalínu.
Ýta á eftir öryggismyndavélum sem áttu að koma eftir 2023. Máli óúthlutað.
Athuga með snjómokstur næsta vetur. Tala við Mosfellsbæ. Miðla mikilli ánægju með núverandi fyrirkomulag. Rakel og Helena taka það að sér.
Rætt um að fá fund með bæði Vegagerðinni og Mosfellsbæ saman til að gera kort af hver á hvaða veg hérna. Málið er í bið.
Mygla í Mosfellskirkju? Halla skoðar málið.
Ræða við Óla fyrrv. formann varðandi tengil vegna brunahana máli. Enn vantar einn brunahana í dalinn. Máli óúthlutað.
Leggja til göngubrú við golfvöll og Víðiodda. Rakel og Helena taka að sér að semja bréf til Mosfellsbæjar.
Taka mynd af brú við Vindhól – Sigga fer í það.
Stígur milli Reykjadal og Reykjahlíðarvegar fyrir krakkana í Reykjadal. Helena og Rakel semja bréf til Mosfellsbæjar.
Nýji reiturinn þarf annað nafn en Gvendarreitur. Stungið upp á Dalslundur. Dalalundur. Dalalaut.
Annan mánudag í júní eiga Soroptomistar reitinn … Einróma áhugi um samstarf við Soroptomista.
Hugmynd að hafa pylsupartý með stuttum fyrirvara vikuna eftir 17.júní til að kynna nýja reitinn og mögulega hafa plokkdag. Skipulag verður rætt á næsta fundi.
Athuga hver tekur til eftir áramótabrennuna. Máli óúthlutað.
Rætt hver verður gjaldkeri, enginn áhugi hjá stjórnarkonum að taka það að sér. Sigga vill hætta sem gjaldkeri og tekur að sér hlutverk ritara.
Bjóða Gísla í Brekkukoti á næsta fund til að ræða nýja reitinn en hann er umsjónarmaður hans.
Næsti fundur verður 3. júní.
Fundi slitið.
Aðalfundur Víghóls 2024
Aðalfundur Víghóls 2024
Haldinn í Reykjadal þann 18. apríl klukkan 20.00.
Mætt f.h. stjórnar Halla Fróðadóttir og Sigríður Rún Kristinsdóttir.
Fundarstjóri er Jóhannes Valberg. Fundarritari Sigríður Rún.
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Ársskýrsla stjórnar
- Reikningar liðins starfsárs lagðir fram
- Lagabreytingar
- Félagsgjald
- Kosning stjórnar og endurskoðanda
- Önnur mál.
- Ársskýrsla stjórnar.
Jólatrésalan var 16. desember í geggjuðu veðri. Þó nokkur tré seldust.
Áramótabrennan var haldin með pompi og prakt undir stjórn nýrrar kynslóðar í brennustjórnun. Tónlistinni var reddað af Bjarka og Erni Kjernested yngri þar sem Keli var vant við látinn. Vel var mætt og veðrið gott. Baddi skóf svæðið í kring svo að nóg var af bílastæðum og plássi.
Þorrablótið 2024 skilaði hagnaði og uppselt í ár. Nefndin vill engu ljóstra upp með næsta blót.
Gvendarreitur. Fyrir 2 árum var ósk fundarmanna að endurvekja Gvendarreitinn. Tíminn hefur farið illa með gamla lundinn, aðgengið er nánast ekkert og engin bílastæði. Rætt var við kirkjuna að fá svæðið nálægt brennustæðinu. Soroptomistafélagar hafa verið að nýta svæðið 1. sinni á ári en hafa gróðursett mikið og eiga bekki í lundinum. Kirkjan gaf svar að Víghóll og dalbúar mættu nýta reitinn. Skilyrði er að setja ekki varanleg mannvirki, enginn kostnaður má falla á kirkjuna og engar brennur fyrir utan áramótabrennuna. Ef nýting jarðarinnar breytist má kirkjan draga til baka leyfið. Soroptimistafélagar Mosfellsbæjar ætla að ræða hvort dalbúar og félagið geti nýtt reitinn saman. Samningur við gamla Gvendarreitinn rennur út á næsta ári. Almenn ánægja með nýja reitinn meðal mættra. Spurning með sorphirðu og umgengni. Skipuleggja dalbúadag í sumar til að kynna reitinn.
Göngustígar. Engin breyting á þeim málum. Víghóll fór á fund með Mosfellsbæ útaf vegamálum og göngustígum. Sú fundargerð liggur fyrir. Stungið upp á að reiðstígurinn meðfram Köldukvísl verði nýttur sem göngustígur og sett göngubrú yfir ánna eins og sú sem er við Vindhól og undirgöngin. Víghóll mun fara yfir þau mál.
Ný vatnslögn getur verið fyrsti áfangi í göngustíg meðfram Þingvallavegi, hana á að leggja. Passa að göngustígurinn verði löglegur fyrir gangandi og hjólaumferð.
Ný gönguleið hefur verið stikuð upp á Mosfellið.
Vegagerðin. Fjármagni til vegagerða frestað til 2027. Mosfellsbær nær ekki sambandi við Vegagerðina til að fá svör. Miðjumerkingin sést ekki og þá fara allir að taka fram úr. Þarf varanlegri lausn. Spurning að fá báða aðila á fund að fá niðurstöðu um á hver á hvaða vegi í dalnum og hver á að hugsa um þá.
Aðalskipulag. Ekki enn samþykkt. 1 ha lóðir enn skipulagðar.
Styrkur til Reykjadals verður 200þ. Samþykkt.
- Reikningar liðins starfsárs.
Reikningar samþykktir með fyrirvara um að endurskoðandi samþykki þá.
- Lagabreytingar.
Engar breytingar
- Félagsgjald
Leggja til að hækkun sé 5000 kr per heimili. Samþykkt með meirihluta.
Nýbúar fá ekki rukkanir, þarf að skoða.
- Kosning stjórnar og endurskoðanda.
Ólafur óskar eftir að hætta, Guðný hættir.
Sara Hafbergsdóttir, Halla Fróðadóttir og Sigríður Rún Kristinsdóttir verða áfram. Helena Jónsdóttir og Rakel Baldursdóttir bjóða sig fram í stjórn.
Ný stjórn samþykkt.
- Önnur mál.
Íbúi talaði um í sambandi við hækkun á félagsgjaldi hvort það verði til framtíðar eða til að safna fyrir nýja reitnum. Málið verður skoðað.
Íbúi minntist á að passa þurfi upp á eldsmat í nýja reitnum.
Stjórnin minntist á að annan mánudag í júní má ekki trufla Soroptimista.
Hestabindistaur er ein hugmynd fyrir nýja reitinn. Athuga með nafn á nýja reitinn.
Íbúi ræðir ljósastaura mál. 20 staurar í vetur myrkir. Umferðaröryggi ábótavant vegna mismikillar birtu. Gert við ljósastaurana á vorin og svo eru þeir bilaðir á veturna. Ljóstvistar eru með þetta. Víghóll ætlar að athuga málið.
Margir ósáttir við hjólreiðafólk á Þingvallaveginum. Engin lausn í sjónmáli. Hjólreiðamenn eru með ábendingar um að samgöngum frá Þingvallavegi að Stardal sé ábótavant.
Fundi slitið kl. 21.00

Fundargerðir 2023
Fundargerðir 2022
Fundargerðir 2021
Fundargerðir 2020
Fundargerðir 2019
Fundargerðir 2018
Proudly powered by WordPress
Upplýsingasíða Dalbúa
Designed with WordPress